Hræsnin og þjóðernið

Fjölmiðlun

Hræsnisfull þjóðernishyggja Íslandinga sést glöggt í viðhorfi til frétta af einkalífi fólks. Fjölmiðlum er undir forustu Moggans heimilt að velta sér daglega upp úr einkamálum og vandræðum útlendinga. En þeim dettur ekki í hug að ræða einkamál og vandræði Íslendinga. Til þess eru höfð sérstök tímarit. Menn fussa og sveia, þegar þau eru nefnd. Hér eru menn hræsnarar, sem hafa þá skoðun, að til sé tvenns konar fólk. Annars vegar Íslendingar, sem eiga að njóta róttækrar persónuverndar, og hins vegar eru réttir og sléttir útlendingar. Um þá má slúðra þindarlaust. Einkum í Mogganum.