Fela sig bak við trúna

Punktar

Trúað fólk fremur ekki færri glæpi en vantrúaðir. Trúað fólk hegðar sér ekki betur en vantrúaðir. Trúað fólk er ekki siðaðra en vantrúaðir. Jafnvel þótt yfirlögregluþjónn úr Fíladelfíu haldi því fram á Ómega. Þvert á móti eru trúaðir að meðaltali til meiri vandræða í samfélaginu en vantrúaðir. Yfirleitt eru vantrúaðir bezta fólk. Þeir eru ekki og þurfa ekki að fela sig bak við neitt. Algengt er hins vegar, að fólk, sem er eitthvað skrítið eða afbrigðilegt, feli sig. Bak við útbreidd trúarbrögð og önnur “sannindi” í samfélaginu. Án sannana fullyrðum við ekki, að vantrúaðir brjóti gler.