Merkel og Havel

Punktar

Í samskiptum ríkja gleyma menn oft mannréttindum. Kaupsýslumenn segja, að hugmyndafræði megi ekki spilla möguleikum gróðans. Evrópusambandið var stofnað á grunni mannréttinda, en gleymir þeim samt oft. Það er í vandræðum út af Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands. Hún áminnir alla, sem hún hittir, George W. Bush, Vladimir Putín og Hu Jintao, leiðtoga heimsveldanna. Enn meiri taugaveiklun er út af aðild Tékklands. Undir áhrifum frá Vaclav Havel heimta fulltrúar Tékklands, að Evrópusambandið gegni mannréttinda-skyldum sínum. Fulltrúar Norðurlanda skammast sín auðvitað. Segja Tékkana ruglaða.