SÁÁ vantar aura. Ríkið vantar skyndilausn. Bingó: Fangar eru skyldaðir í meðferð hjá SÁÁ, ríkið borgar. Skyldaðir, því að þeir fá tilboð, sem þeir geta ekki hafnað. Ekkert gagn verður að þessu. Meðferð gagnast að svo miklu leyti sem hún er á nótum AA-samtakanna. Hún hentar bezt miðaldra körlum, gömlum drykkjurútum frekar en ungum dópistum. Og hún gagnast því aðeins, að fangar meini eitthvað með þessu. Það gera þeir ekki, eru bara að fá frí frá Hrauninu. Allt fát ríkisins í meðferð fíkla er sama marki brennt. Sumt er skaðlegt, samanber Byrgið. Annað er tálsýn, samanber skyldumeðferðin.
