Ögrun fallistaríkis

Punktar

Í fyrsta skipti eftir fall Sovétríkjanna hefur Rússland sent langdrægar sprengjuþotur út á Atlantshaf. Það er liður í ögrunarstefnu Vladimír Pútín forseta, sem vill sýna heiminum herstyrk ríkisins. Hann telur fólk þurfa að muna eftir, að Rússland sé heimsveldi. Áhrifin verða þó önnur. Fólk telur Rússland stefna í átt til ábyrgðarleysis og dólgsháttar í alþjóðlegum samskiptum. Um leið og það stefnir frá lýðræði í átt til gerræðis að hætti Sovétríkjanna. Rússland er fallistaríki, þar sem ævilíkur borgaranna eru að hætti þriðja heimsins og fara lækkandi. Sprengjuþotur lækna það ekki.