Hefðbundin fjölmiðlun byggist á trausti. Þótt fólk vantreysti almennt fjölmiðlum meira en þeir eiga skilið, er sambúð fjölmiðla og notenda í föstum skorðum. Ekkert slíkt traust fylgir né getur fylgt nýjum fjölmiðlum, til dæmis bloggi. Í gamla daga treysti fólk að minnsta kosti ljósmyndum, en nú hefur Photoshop gert myndfalsanir hversdagslegar. Klippingar á vefnum fara rangt með upprunaskjalið. Spjallrásir, SMS og vefspuni er notað til að koma rangfærslum á flug. Nafnelysingjar ríða húsum. Enginn veit lengur, hver talar, né hvers vegna. Ekkert er marktækt. Traust er hverfandi.
