Auðmenn elska Kína, moka í það peningum. Þeir telja betra að festa fé sitt í alræðisríki en í lýðræðisríkjum. Þeir eru ánægæðir með hömlulausa stefnu stjórnvalda í stóriðju. Þeir eru ánægðir með mestu umhverfisspjöll heims og mesta þrælahald heims í Kína. Þeir eru ánægðir með, að þaðan komi ódýrasta vara heims. Þeim er sama um vistkerfi landsins, þurrar stórár, eitraðan jarðveg. Hugarfar vestrænna auðmanna er hið sama og ráðamanna í Kína. Þeir telja brýnast að keyra framleiðsluna áfram, hvað sem það kostar. Það verður svo höfuðverkur þeirra, sem síðar koma, að hreinsa til. Ef það verður hægt.
