Félagslegur réttrúnaður

Punktar

Tinni í Kongó er fórnardýr félagslegs rétttrúnaðar í Bretlandi. Bókin hefur verið fjarlægð úr bókabúðum Borders, einnar af stóru bókabúðakeðjunum. Jafnréttisráðið þar telur bókina fela í sér kynþáttamismunun. Sjálfsagt er það rétt athugað, en dálítið yfirkeyrt. Tinnabækurnar eru 23 og hafa verið gefnar út á 77 tungumálum í 220 milljónum eintaka. Ofsinn gegn Tinna minnir á tilraunir sannkristinna manna í Bandaríkjunum til að hreinsa Harry Potter úr bókasöfnum. Vilja ekki hafa þar neitt galdrafár. Margir reyna að hafa vit fyrir fólki. Páfagarður hafði til 1966 mikla skrá yfir bannaðar bækur.