Aflátsbréf seld

Punktar

Kaupsýslan á Íslandi er farin að kaupa sér ódýr aflátsbréf Kolviðar. Hann býður kolefnisjöfnun sem þægilega aðferð við að víkja frá sér samvizkubiti. Bílaumboð vilja fylgja tízkunni og þykjast vera græn. Bílar eru seldir með eins árs kolefnisjöfnun til að setja á þá græna slikju. Rangt er að kalla þetta jöfnun, því að það snýr aðeins að hluta af vanda bílanna. Raunveruleg jöfnun mundi felast í bílum, sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Greiðslur til skógræktar eru ágætar, en mega ekki koma í stað raunhæfra aðgerða til varnar vistkerfinu. Við þurfum að greina milli áróðurs og veruleika.