Rasismi og stóriðja

Punktar

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að banna innflutning á Búlgörum og Rúmenum. Fyrir kosningar höfðu flokkar hennar skammað þriðja flokkinn fyrir rasisma. Þannig er hræsnin á Íslandi í dag. Fyrir kosningar lofaði Samfylkingin, að frekari stóriðja yrði fryst í fjögur ár meðan málið yrði skoðað. Eftir kosningar er stóriðja á fullu og ekkert stopp. Samfylkingin notar eftir kosningar sömu rök og Framsókn notaði fyrir kosningar. Að þetta sé ekki mál ríkis, heldur sveitarfélaga. Þeim er auðvelt að múta. Þannig er Íslandi í dag. Samfylkingin framkvæmir stefnu forsmáðrar Framsóknar.