Grænir fara flokkavillt

Punktar

Kommúnistum fækkar á Íslandi vikulega með eðlilegu brottfalli aldraðs fólks. Vinstri grænir sækja lítið fylgi þangað, en eiga þeim mun meiri möguleika á grænu fylgi. Þeir eru í samstarfi við hliðstæða flokka á Norðurlöndum. Málið vandast, þegar suður í álfuna kemur. Þar eru annars vegar grænir flokkar og hins vegar kommúnistaflokkar undir ýmsum felunöfnum. Vinstri grænir hafa kosið að heimsækja landsþing kommanna (Die Linke) í Þýzkalandi en ekki landsþing græningjana (Die Grünen). Ég held, að tímaskökk viðhorfin að baki þessa muni reynast vinstri grænum hættuleg.