Colin Powell var upphaflega utanríkisráðherra hjá George W. Bush og sagður eini fullorðni maðurinn í stjórninni. Hinir voru stjarft nýja-íhald, sem tróð stríði við Írak og Afganistan upp á þjóðina. Powell var gabbaður til að flytja á þingi Sameinuðu þjóðanna lygar um gereyðingarvopn í Írak. Hann hefur síðan ekki borið sitt barr. Nú hefur hann vaknað til lífsins og segir Bandaríkin eiga að loka pyndingabúðunum í Guantanamo. Þær séu svartur blettur á þjóðinni og hafi eyðilagt trú manna á réttarfar í landinu. Nýr utanríkisráðherra, Robert Gates hefur raunar sagt svipað, aðeins mildar.
