Pólitískur spuni felst í að taka fréttir og spinna þær inn á brautir, sem eru hagstæðar umbjóðandanum. Halldór Ásgrímsson hafði þrjár spunakerlingar til að spinna fyrir sig á vefnum, Björn Inga Hrafnsson, Pétur Gunnarsson og Steingrím Sævarr Ólafsson. Spunakerlingar prentmiðla hafa barizt um, hvort ný ríkisstjórn sé Baugsstjórn eða Þingvallastjórn. Feitasta spunakerling landsins er Morgunblaðið, sem framleiðir svonefndar fréttaskýringar, oft á forsíðu. Þær eiga að framleiða atburði, hanna atburðarásir, en ekki að segja fréttir. Mogginn hannar pólitík, en stundar ekki blaðamennsku.
