Raunir prófessors

Punktar

Frændi minn Þórður Harðarson varð stúdent 1960 og lærði síðan til læknis í Háskóla Íslands. Hann er núna yfirlæknir og prófessor. Er að þroskast með árunum, lærir spönsku sér til mikillar ánægju. Um daginn vildi hann setjast á skólabekk að nýju og hefja nám í spönsku við sama skóla. En þá kom babb í bátinn. “Getur þú sannað, að þú sért stúdent”, var hann spurður. “Ég er nú prófessor við þennan skóla”, svaraði hann. Það dugði ekki, honum var bent á að afla sér vottorðs um stúdentspróf. Háskóli Íslands þarf ekki að halda góðu sambandi við gamla nemendur. Sennilega er hann bara ríkisrekinn.