Rannsóknarblaðamenn grafa nú upp fortíð Paul Wolfowitz eftir skandala hjá Alþjóðabankanum. Þar lagðist hann með undirmanni og borgaði henni með fé bankans, en þóttist vera andvígur spillingu. Andrew Cockburn hjá Guardian skrifar um Wolfowitz sem hægri hönd Donald Rumsfeld í stríðsráðuneytinu. Hann var þar frumherji mála, sem svældu Rumsfeld burt. Meðal annars fékk hann daglegar skýrslur um árangur næturpyndinga í Abu Ghraib. Hann skipaði fyrir um Guantanamo hryllinginn. Forstjóri og rústari Alþjóðabankans ber ábyrgð á verstu og vitlausustu athöfnum ríkisstjórnar George W. Bush.
