Í erlendum fjölmiðlum hefur undanfarið verið vakin athygli á slæmri framkomu Bandaríkjanna við stuðningsmenn í Írak. Ég sagði 12.4. frá grein George Packer í The New Yorker um nokkra Íraka, sem unnu fyrir Bandaríkin og treystu þeim. Þess vegna lentu þeir í ógæfu, hundeltir af fólki og fengu enga vernd. Í gær skrifaði svo Kirk W. Johnson í International Herald Tribune um fleiri Íraka, sem lentu í vandræðum vegna lítils áhuga kanans á velferð þeirra. Af þessum greinum má ráða, að Bandaríkjamenn koma kerfisbundið illa fram við leppa sína og fyrirlíta þá.
