Siðareglur um blogg
Áhugamenn um blogg í Bandaríkjunum hafa tekið saman höndum um siðareglur bloggara. Bezta tillagan er, að eigendur heimasíðna skrúfi fyrir nafnlausar athugasemdir annarra. Önnur hugmyndin er, að byrjað verði að lögsækja bloggara skipulega fyrir ófeðrað níð á síðum þeirra. Þriðja leiðin er, að vistendur þursahríns, svo sem Barnaland og Málefnin taki ábyrgð á nafnlausu níði. Allt er þetta samhljóða tillögum, sem ég hef sett fram hér á landi. Ennfremur leggja þeir til, að “þursarnir” verði þagðir í hel. Sjá tillögu að siðareglum á Blogger’s Code of Conduct.
