Öryggisráðgjafi Evrópusambandsins hefur vakið athygli þess á, að sambandið kunni að vera meðsekt í stríðsglæpum í Mogadishu í Sómalíu. Sambandið fjármagnar árásarríkin. Þar er fremst í flokki Kenía, sem hefur gert innrás í landið með stuðningi Bandaríkjanna. Flugher Kenía hefur ráðizt á valin íbúðahverfi í Mogadishu, þar sem talið er að búi fólk hliðhollt íslamistum. Öryggisráðgjafinn telur, að með fjárstuðningi sé Evrópusambandið hugsanlega samábyrgt stríðsglæpum. Hvað þá með fjárhagslega aðstoð Íslands við flutninga í tengslum við hernám Íraks?
