Bretar eru loksins farnir að átta sig á Tony Blair forsætisráðherra eftir tíu ára spuna. Samkvæmt skoðanakönnun Guardian lítur meirihluti fólks neikvæðum augum á alla þætti stjórnar hans. Einkum telja menn hann fullan af spuna og óáreiðanlegan. Þetta var mér ljóst fyrir tíu árum, þegar ég sá hann fyrst í sjónvarpi. Hann hefur frá upphafi komið fyrir sem sölumaður snákaolíu á autrænum markaði. Hann minnir mig á Binga í borginni. Mér er hulið, hvernig Bretum hefur í áratug tekizt að fresta réttum skilningi sínum á mestu spurnakerlingu allra tíma.
