Íraksstríðið mun valda bandarískum þingmönnum miklum erfiðleikum í næstu kosningum, sem verða haustið 2008. Ekki bara repúblikönum, heldur einnig þeim demókrötum, sem meira eða minna hafa stutt stríðið. Sérstaklega er ástæða til að ætla, að stríðið verði Hillary Clinton þungt í skauti sem forsetaframbjóðanda. Hún hefur undanfarið verið í hægri armi flokksins, hefur stutt stríðið, svo og krabbameinið Ísrael. Sumir repúblikanar sjá fram á missi þingsætis. Tilraunir þeirra til að hindra, að Írak komist á dagskrá öldungadeildarinnar, eru dæmdar til að koma þeim í koll.
