Spilling allra tíma

Punktar

Philip A. Cooney stjórnaði áður þrýstihóp bandarískra olíufélaga, sem afneitaði ofhitnun jarðar. Hann er ekki fræðimaður. Síðar varð hann ritskoðari bandaríkjastjórnar og sá um, að skoðanir vísindamanna á ofhitnun jarðar næðu ekki eyrum almennings. Nú er hann farinn að vinna hjá Exxon, sem er hrókur allra afneitara. Hinn íhaldssami Thomas L. Friedman hjá New York Times telur þetta mestu spillingu allra tíma. Þúsundir vísindamanna vara við ofhitnun jarðar, en ríkisstjórn George W. Bush leitar allra leiða til að leyna staðreyndum. Friedman þakkar guði fyrir endurkomu demókrata.