Frjálslyndi flokkurinn byrjaði í dag að auglýsa það, sem aðrir flokkar kalla útlendingahatur. Búast má við hressum upphrópunum í tilefni þessa. Frjálslyndir segja, að erlent vinnuafl hafi haldið niðri launum í byggingaiðnaði. Það hafi valdið mikilli spennu á leigumarkaði húsnæðis. Nýbúar séu hlutfallslega fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Þeir hafi ekki þurft að læra íslenzku og íslenzka samfélagsfræði. Þetta eru allt umræðuverð atriði, sem aðrir flokkar þurfa að taka afstöðu til, í stað þess að hrópa “rasistar”. Málefnaleg umræða er bezt.
