Annar hvor lýgur

Punktar

Ríkiskaup samþykkti, að hugbúnaður í Tetra-öryggiskerfið yrði ekki boðinn út. Ríkiskaup samþykkti þetta ekki. Hið fyrra sagði Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar. Hið síðara sagði Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Annar hvor lýgur. Neyðarlínan fór algenga leið í svindli, fékk sér fyrst lítinn búnað frá Motorola utan útboðs. Síðan kom að ákvörðun um meiri kaup. Þá sagði Þórhallur, að áfram yrði að skipta við Motorola vegna tækninnar, sem fyrir var. Neyðarlínan er nefnilega ein af dæmigerðu, einkavæddu ríkiseinokunum, sem auka bruðl og spillingu í samfélaginu.