Svindlinu hampað

Punktar

Steingrímur S. Ólafsson spyr oft stórt á heimasíðunni, en smá eru oftast svörin. Hann fagnar birtingu The Great Global Warming Swindle á fjórðu stöð í brezku sjónvarpi. Segir þáttinn fara gegn “tískustraumum”. Tískustraumum! Ef hann læsi brezku blöðin á vefnum, svo sem Independent og Guardian, sæi hann langan lista af svörum um þáttinn. Flestir eru sammála um, að þátturinn sé sjálfur stærsta svindlið í fréttum af breyttu veðurfari. Ef Steingrímur á barn, bætir hann ekki horfur þess með blaðrinu. Þegar seint og um síðir verður tekið á stóra slysinu, verður ekki mikið afgangs í lífskjör nýrra kynslóða.