Bezta frétt, sem ég hef lengi lesið, var 307 orða fréttaskýring Ólafs Þ. Stephensen á forsíðu Moggans á fimmtudaginn. Hann lýsir því, sem sagt var í beinni útsendingu á eldhúsdegi Alþingis. Og ekki síður né léttvægar því, sem ekki var sagt. Í þrettán málsgreinum, sumum of löngum, rekur hann, hvað menn töluðu um og hvað þeir töluðu ekki um. Lýsing hans á eldhúskvöldinu studdi engan og hlífði engum. Æpandi var þögn Samfylkingarinnar í umhverfismálum og Framsókn mistókst sjónhverfing stjórnarskrárinnar. Fleiri atriði rekur Ólafur og vísa ég til fréttar hans.
