Ríkisstjórnin segist fíla vistvæna bíla. Hún hefur látið smíða frumvarp um að hvetja til kaupa á metan- og rafbílum, til dæmis með afslætti á gjöldum. Þar er samt ekki fjallað um raunverulega bíla, sem eru í fjöldaframleiðslu og eru vistvænni en benzínbílar. Það eru dísilbílarnir, sem nú eru farnir að menga mun minna en benzínbílar og eru nærtækari en metan- og rafbílar. Ríkisstjórnin skattleggur dísilolíu upp fyrir benzín við pumpurnar. Góðsemi hennar í garð náttúru og umhverfis er því marklítil. Frumvarpið á að telja fólki trú um, að stjórnin sé vistvæn. Það er spuni á kosningavori.
