Orka fyrir okkur

Punktar

Hvort sem vetni er orkugjafi framtíðarinnar á Íslandi eða ekki, þurfum við gífurlegt magn af rafmagni fyrir okkur sjálf, ef við viljum láta innlenda orku koma í stað kola, olíu og gass. Slíkir orkugjafar munu snarhækka í verði, þegar menn fara að átta sig á, að þeir eru af skornum skammti. Við megum ekki fórnu beztu orkukostunum fyrir stóriðju, jafnvel þótt við hættum að niðurgreiða orkuna fyrir hana. Við megum ekki verða uppiskroppa með eigin orku, þegar við þurfum á henni að halda. Við skulum því hætta að borga með rafmagni til stóriðju, strax.