Hrun Samfylkingarinnar er hastarlegra en nokkur álitsgjafi hafði þorað að spá. Tæplega er það Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að kenna, að önnur hver íslenzk kona er komin yfir í Vinstri græna. Líklegra er, að Samfylkingin hafi misst af umhverfislestinni og framið sögulegasta sjálfsvíg íslenskra stjórnmála. Hún er búin í prófkjörum að velja sér stóriðjusinna í efstu sæti hvers kjördæmis á fætur öðru. Hún kaus sér andlit stóriðjunnar og getur ekki röflað sig út úr því. Kjósendur flokksins í prófkjörunum hnýttu reipið, sem Samfylkingin hefur lagt á háls sér.
