Átjándu aldar lektor

Punktar

Mér finnst lítilvægt, að lektor í fjölmiðlafræði hafi of víðtækan skilning á klámi. Fróðlegra finnst mér, að lektorinn hefur arfavitlausar skoðanir á fréttamennsku, sem sjást á heimasíðu Guðbjargar Kolbeins. Hún er svo forn, að henni mundi þykja stílbók Wall Street Journal vera dæmi um afvegaleiddar æsingar. Stílbækur vilja áherzlu á sértækt umfram óhlutlægt og vilja setja sértækar örsögur úr veruleikanum fram fyrir talnasuðu úr skýrslum vandamálafræðinga. Gagnrýni lektorsins á stíl greinar í Ísafold um fátækt sýnir skort á fréttaviti. Hún kemur aftan úr átjándu öld.