Heimsmeistarinn fyrrverandi í skák, Garry Kasparov, er orðinn mikilvægasti stjórnarandstæðingur Rússlands, þar sem leyniþjónusta og auðjöfrar ráða ríkjum í skjóli hins nýja Stalíns. Kasparov kom af stað uppþotum í Sankti Pétursborg um mánaðamótin og ruglaði herlögreglu Pútíns í ríminu með því að breyta leið 5000 manna mótmælagöngu. Eftir tveggja tíma þæfing voru 130 manns teknir höndum fyrir ólöglega andspyrnu. Þetta eru fjölmennustu mótmælin gegn stjórn Pútíns, sem hægt og sígandi er að færa stjórnarhætti í átt til Stalíns og Sovétríkjanna.
