Feginn er ég, að ný borgaryfirvöld hafa loksins skilið, að böggull fylgir skammrifi, þegar nýjum húsum er troðið ofan í gróin hverfi. Slík framkvæmd veldur auknum umferðarþunga og kallar á aukin umferðarmannvirki. Það skildi Reykjavíkurlistinn aldrei. Nú á að viðurkenna staðreyndir og setja mislæg gatnamót á Miklubraut í Kringlumýri. Ennfremur á að skipuleggja Mýrargötu og Örfirisey með umferðarþunga í huga. Að vísu virðast yfirvöld sannfærð um, að sjór muni aldrei ganga á land, og vilja því skipuleggja úti í sjó. En bráðum átta þau sig á, að ný hús skerða lífsgæði íbúanna, sem fyrir eru.
