Þeir verðlauna sig

Punktar

Framsókn veitti sér verðlaun á flokksþingi. Án þess að brosa veitti hún sér jafnréttisverðlaun. Það er sniðugt. Framsókn hefði líka átt að veita sér umhverfisverðlaun. Sjálfstæðið getur senn veitt sér stjórnarskrárverðlaun fyrir að vera á bremsum gegn þjóðareign á kvóta og velferðarverðlaun fyrir að hafa áraum saman hindrað, að velferð fari úr hófi. Samfylkingin getur sömu helgina veitt sér umhverfisverðlaun fyrir að vera með álverum í Hafnarfirði og Húsavík. Ef enginn hirðir um spuna flokka, verðlauna þeir sig bara sjálfir.