Hagfræðin hefur löngum verið kölluð hin ömurlega fræðigrein. Í samræmi við það hafa margir frægustu hagfræðingar heims hvatt þjóðir til að auðvelda brottrekstur starfsfólks til að skapa skelfingu almennings um hag sinn og þar af leiðandi meiri dugnað þess í starfi. Hafa þeir bent á Bandaríkin sem dæmi um hag allra af öryggisleysi almennings. Nú eru þeir farnir að klóra sér í höfðinu, því að hagvöxtur er orðinn meiri í Japan og Evrópu en í Bandaríkjunum. Á fyrrnefndu stöðunum er þó minna gert af því að ofsækja launafólk til að magna gróða atvinnulífsins. Sjá grein í Herald Tribune.
