Ég sá Tryggva Harðarson þráspurðan í sjónvarpi, hvort hann ætlaði að segja já eða nei við stækkun álversins í kosningu í Hafnarfirði. Fyrrverandi bæjarstjóri Samfylkingarinnar svaraði þessu engu, en þyrlaði upp ryki til að dreifa athygli spyrjandans. Það eru stjórnmálamenn af tagi Tryggva, sem hafa ræktað óbeit kjósenda á pólitíkusum. Þeir geta ekki svarað einföldum spurningum og dansa í hringi til að reyna að hafa alla góða. Að því leyti er hann eins og Lúðvík Geirsson, núverandi bæjarstjóri, sem kallar stækkun álvers í Straumsvík “breytingu á deiliskipulagi”.
