Uppreisn í Pentagon

Punktar

Fjórir eða fimm af helztu hershöfðingjum Bandaríkjanna munu segja af sér í mótmælaskyni, ef ráðizt verður á Íran á sömu upplognu forsendunum og ráðist var á Írak. Sunday Times sagði í gær stríðsmálaráðuneytið vera á móti slíku stríði og telja það afar heimskulegt. Engin slík mótmæli hafa áður þekkzt í sögu Bandaríkjanna. Robert Gates stríðsmálaráðherra hefur lýst andstöðu við slíkt stríð, en Dick Cheney varaforseti mælir eindregið með því, svo og nýhægrimenn og trúarofstækismenn kringum George W. Bush forseta. Herinn óttast, að þetta stríð leiði til ósigurs Bandaríkjanna í miðausturlöndum.