Sumir stjórnmálaskýrendur telja, að Bandaríkin muni ekki ráðast á Íran, því að það sé of vitlaus aðgerð. Aðrir telja aðdraganda stríðs gegn Íran vera eins og aðdragandi stríðsins gegn Írak var. Einn þekktasti dálkahöfundur í Bandaríkjunum er H.D.S. Greenway. Hann telur stjórn George W. Bush alveg færa um að fremja hvaða vitleysu sem er. Hún sé ekki bara illa tengd við veruleikann, heldur gersamlega sambandslaus við hann. Umhverfis Bush séu fanatískir róttæklingar, sem afneiti veruleikanum. Þeir taki engum ráðum, ekki einu sinni frá ráðgjöfum föður Bush. Þeir stígi ekki heldur í vitið.
