Óstöðug Ítalía

Punktar

Romano Prodi vill áfram hafa ítalska hermenn í Afganistan, en sumir þingmenn hans vilja það ekki. Þess vegna féll stjórn hans á Ítalíu á miðvikudaginn. Romano Prodi vill leyfa stækkun bandarískrar herstöðvar við Vicenza, en sumir þingmenn hans vilja það ekki. Einnig þess vegna féll stjórn hans. Aðild Ítalíu að krossferðum Bandaríkjanna og bandarískar herstöðvar á Ítalíu eru ágreiningsefni, sem hindra pólitískan stöðugleika og fella ríkisstjórnir á Ítalíu. Ítalir losna ekki úr þessum vanda fyrr en þeir losna úr sambúðinni við Bandaríkin.