Þeir láta freistast

Punktar

Þrettán ríki Evrópusambandsins sættu ákúrum Evrópuþingsins fyrir aðstoð við fangaflug Bandaríkjanna. Það voru Austurríki, Bretland, Danmörk, Grikkland, Írland, Ítalía, Kýpur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Spánn, Svíþjóð og Þýzkaland. Ísland telst ekki með, það er ekki í Evrópusambandinu. Þessi útbreiddu brot á alþjóðasamningum sýna, að leyniþjónustur og ríkisstjórnir eru hættulegar. Ef gegnsæi skortir í stjórnsýslu, stunda þessir aðilar ólöglegt athæfi án þess að blikna. Svo er einnig hér á landi og mun aukast með stofnun leyniþjónustu.