Grænir í Mosó

Punktar

Meiri þungi er í andstöðu Mosfellinga við tengibraut á Álafossi en yfirvöld í bænum gerðu ráð fyrir. Þunginn hefur jafnvel komið í opna skjöldu vinstri grænum, sem eiga aðild að meirihlutanum í bæjarstjórn. Fullt var út úr dyrum á tónleikum, sem haldnir voru til að mótmæla tengibrautinni. Menn hafna tilraunum bæjarstjórnar til að afgreiða málið sem lagatæknilegan vanda. Fyrir mér er þetta spurning um, hvort almenningur sé að verða grænni en vinstri grænir. Hvort vinstri grænir hafi burði til að taka á vandanum í Mosó. Og hvort stofna þurfi harðari flokk græningja.