Jörðin er lasin, segir Thomas E. Lovejoy í International Herald Tribune. Við tökum eftir, að eitthvað meira en lítið er að, þegar stórviðri skekja heilu löndin, jöklar bráðna og hafsjóir ganga á land. Hann telur, að líta beri þennan lasleika sömu augum og þegar fólk verður illa veikt. Það verði að gera eitthvað raunhæft í því, ekki bara taka magnyl. Hálfkák dugar ekki hér og þar, þegar sjálft hagkerfið er ekki sjálfbært. Ef jörðin væri maður, væri fyrir löngu búið að senda hana í Hjartavernd og setja ráðamönnum hennar lífsreglur um framhaldið.
