Nafnlaust lýðræði

Punktar

Mér finnst sumir þeir, sem blogga undir fullu nafni, telja sér sóma að athugasemdum nafnleysingja fyrir neðan. Þær sýni, að einhverjir lesi bloggið. Betri aðferð til að sýna mikilvægi sitt er að birta tölur um notkun. Sjaldnast skipta athugasemdir nokkru máli. Þær eru upphrópanir, sem bæta engu nytsamlegu við upphaflega textann. Nafnlaust lýðræði er snöggtum lakara en nafngreint lýðræði. Ég held, að nafngreindum bloggurum væri fremur sómi af að birta eingöngu athugasemdir þeirra, sem skrifa undir fullu nafni. Þannig stuðluðu þeir að bættu bloggi, vitrænni umræðu í samfélaginu.