Stolnir milljarðar týndust

Punktar

Bandaríska þingið hefur fundið út, að ríkisstjórnin sendi að minnsta kosti 12 milljarða dollara og sennilega 20 milljarða í hundrað dollara seðlum til Íraks án þess að biðja um neina skilagrein. Þessir peningar gufuðu að mestu upp án þess að neinn viti um slóð þeirra. Ríkisstjórnin afsakar sig fyrir þinginu með því, að þetta hafi ekki verið fé af bandarískum fjárlögum, heldur fé af olíutekjum Íraks. Ef svo er, þá hafa peningarnir horfið úr bandarískri vörzlu og ábyrgð. Bandaríkin þurfa þá að endurgreiða þá til Íraks. Það ver ekki ráðlausa meðferð fjármuna að hafa stolið þeim.