Smáflokkar brotna

Punktar

Frjálslyndi flokkurinn þoldi ekki fráhvarf Margrétar og er rúinn fylgi. Tvö framboð gamalla hafa farið illa af stað, mælast ekki með fylgi og munu ekki ná neinum þingmanni. Framsókn réttir ekki úr kútnum, enda talar formaðurinn eins og véfrétt eða blýantsnagari. Margrét er ekki trúverðugur frambjóðandi fyrir neitt grænt. Það árar ekki vel fyrir smáframboðum þessa dagana. Eina haldreipi þeirra er, að fjórir af hverjum tíu hafa ekki ákveðið, hvernig þeir hyggist kjósa. Skiptingin á því fylgi í kosningunum í maí mun ráða úrslitum, en ekki hremmingar í skoðanakönnunum í febrúar.