BBC segir þrjátíu þúsund manns vera á klámkaupstefnu í Las Vegas þessa dagana. Í greininni kemur fram, að heildartekjur greinarinnar þar í landi nemi 12-20 milljörðum dollara. Hún sé stærri en kvikmyndaiðnaðurinn og stærri en allar íþróttir samanlagðar. Klámið er drifið af tækninýjungum, vefvídeói og farsímum. Fjórar klámkvikmyndir eru framleiddar á degi hverjum vestanhafs. Þetta minnir á, að klám er mun umfangsmeira í bandarískum blótsyrðum en íslenzkum. Tæpast er hægt að kalla það neðanjarðarhagkerfi, þegar þrjátíu þúsund manns mæta feimnislaust á kaupstefnu í klámi.
