Óskabarn ríkisstjórnarinnar var snöggt að vinna fyrsta afreksverkið á einkavæðingarferlinum. Varla voru Flugstoðir komnar á koppinn, er þær lögðu til fjórföldun á skatti íslenzkra flugvéla fyrir flug á rekstrarsvæði Flugstoða. Tillagan hefur enn ekki verið samþykkt hjá Alþjóða flugmálastofnuninni, en verður það von bráðar. Ég hef ekki vit á, hvaða gjöld eru sanngjörn í einokunarferli. En hitt er ljóst, að Flugstoðir fara af stað með látum, hvort sem er í mannaráðningum eða verðhækkunum. Í raun er einkavæðing bara einkavæðing einokunar, verri en ríkiseinokun.
