Saddam Hussein var ekki drepinn í kyrrþey. Vitni tóku aftökuna upp á myndsíma og komu fréttinni út um heim. Ríkisstjórn Íraks riðar til falls, forsætisráðherrann segist vilja hætta, sakaður um óviðeigandi aðstæður við aftökuna. Munið líka símamyndirnar frá Abu Ghraib. Og lögreglan í Los Angeles getur síður níðst á svertingjum, því að myndir úr símum af óhæfuverkum hennar eru óðar komnar á netið. Loks hafa mótmælendur áttað sig á getu myndsíma til að sýna, að fullyrðingar lögreglu og annarra valdhafa um málsatvik eru yfirleitt fjarri lagi. Einnig hér á landi.
