Einmana álver

Punktar

Stóriðjustefna síðustu áratuga hefur dæmt þjóðina til að greiða hærra verð fyrir orkuna til að niðurgreiða orku til stóriðju. Sú er skýringin á, að við fáum ekki formlega að vita, hvert orkuverðið sé, þótt það hafi verið upplýst á heimasíðu Alcoa. Álverin eru ekki eðlilegur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Þau hafa í þrjá áratugi ekki leitt til úrvinnslu úr áli. Svo framarlega sem þau ryðja annarri atvinnu til hliðar, eru margfeldisáhrif álvera síðri en til dæmis tölvuvera. Við þurfum líka að eiga afgangs ódýra orku til að knýja vélar á hugsanlegri vetnisöld.