Allir eru sammála um, að bilið milli ríkra og fátækra sé að breikka hér á landi. Velgengni þjóðfélagsins nýtist líka miðstéttum eins og auðstéttinni, svo sem sjá má á mestu jólakauptíð sögunnar. Fámennur minnihluti hefur það skítt, fimm þúsund manns samkvæmt Mæðrastyrksnefnd. Hjálparstarfi kirkjunnar og Rauða krossinum. Breytingin milli ára felst í auknum fjölda fátækra gamalmenna. Við vitum, hverjir eru fátækir, sumir gamlingjar og öryrkjar og margar einstæðar mæður. Ef ríkisstjórnin hefði áhuga, gæti hún skipulagt aðgerðir í þágu þessa minnihluta. En áhugi hennar er enginn.
