Ég var að endurlesa bók Barböru W. Tuchman, The March of Folly, þar sem hún rekur sagnfræðidæmi um hreina firru stjórnvalda. Hún rekur, hvernig hroki og heimska stýrðu alþjóðamálum fyrri tíma, eins og þau stýra núna hernámi Íraks og Afganistans. Hún rekur sögu sex páfa, sem rústuðu páfadómi á endurreisnartímanum 1470-1530. Hún rekur sögu kóngs og ráðherra brezka heimsveldisins, sem rústuðu sambandinu við nýlendurnar í Ameríku 1760-1780. Hún rekur sögu Víetnamstríðsins 1945-1975, sem rústaði áliti Bandaríkjanna í heiminum. Hroki og heimska eru sterkasta afl mannkynssögunnar.
