Ég fór um daginn, 28.11, of bratt í að hrósa ágæti vefsins og auknum áhrifum bloggara í þjóðmálum, svo og að harma dvínandi áhrif dagblaða. Við nánari skoðun ýmissa vefja, sem beztir eru taldir, svo sem Digg, WikiNews, MySpace, YouTube, verð ég að draga í land. Langbeztu vefirnir eru dagblaða, svo og Google, sem nánast eingöngu birtir efni blaða. Þótt fjöldi manns bloggi af krafti, þar á meðal ég, erum við samanlagt ekki samkeppnishæfir við hliðverði dagblaða. Dagleg hefð hjá mér er að fletta erlendum blöðum á vefnum, en á bloggara samanlagt lít ég vikulega.
